Libya 2008





  Posted by Picasa

Mynd frá Líbíu

  Posted by Picasa

Libya 2008

Það skal tekið fram að þetta er beinagrind og smám saman bætist két á beinið.

Lausleg ferðalýsing:

1.dagur Flogið um London með Tunis Air til Tripoli í Líbýu. Þar er gengið frá vegabréfsáritunum og svo rakleitt á hótel.

2.dagur Morgunverður. Rólegur dagur í Tripoli til að kanna handverks og gullmarkaði. Mætti heimsækja nokkrar moskur í leiðinni.

3.dagur Morgunverður Dagsferð til Leptis Magna sem er 110 km austur af Tripoli. Þetta er einhver merkilegasti rústastaður frá tímum Rómverja utan Ítalíu.

4. dagur. Morgunverður Hálfsdagsferð til Sabratta sem er 70 km vestur af Tripoli. Þar er grískur fornleifastaður og þykir harla tignarlegur

5. dagur. Morgunverður.
Dagsferð í byggðir Berba sem eiga sér um tíu þúsund ára gamla sögu á þessum stlóðum. Við sækjum heim nokkur litrík Berbaþorp og skoðum m.a. einstakt byggingarlag húsa þeirra sem haldast svöl á heitum sumrum og hlý á veterum.

6.-8. dagur. Nú stefnum við til Ghadames sem er 600 km suður af Tripoli. Hér kynnumst við einstakri blöndu af eyðimerkurlífi og Líbýu nútímans. Þarna má bruna um sanda, skoða undarlegt vatn sem sprettur fram eins og þruma úr heiðskíru lofti.Þar er hægt að baða sig ellegar bara liggja undir eyðimerkurstjörnum og njóta eyðimerkurkyrrðarinnar.

9. dagur Rólyndisdagur í Tripoli en mætti hugsa sér að heimsækja bæinn Zwara við Miðjarðarhaf

10.11.12
Þessa daga skoðum við suðurhlutann þar sem hin stórbrotna Akkakus fjallakeðja teygir sig inn í Túnis og Alsír. Þetta er sannkölluð eyðimerkurferð.

13.dagur. Slappað af og verslað smávegis eða farið á söfn sem hafa orðið út undan

14. Heimleiðis

Verð með öllum fyrirvara 270 þúsund. Þess skal gætt að evran( sem libyskar ferðaskrifstofur rukka í) er mjög há í augnablikinu. Endanlegt verð liggur ekki fyrir strax né heldur er ferðaáætlunin pottþétt. Þetta mun ég rannsaka ef guð lofar í haust. Þið ættuð endilega að fylgjast með.


Innifalið:
Flug til og frá London og áfram til og frá Tripoli
Vegabréfsáritun
Allir skattar
Fullt fæði
Flug innan Libyu, til og frá Sebha(þegar farið er til Ghadames)
Keyrsla
Skoðunarferðir og aðgangseyrir á skoðunarstaði
Vatn og allir drykkir

Ekki innifalið
Tips til staðarleiðsögumanns og bílstjóra
Greiða þarf einhverja upphæð á rústastöðum amk. þegar menn eru með vídeóvél.

Menn ættu að tilkynna áhuga á þessari ferð. Þegar þetta er skrifað eru komnir 15 áhugasamir á lista hjá mér.
Mun svo fylla út í áætlunina fljótlega.